Heiðarbrún 44, 810 Hveragerði
54.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
5 herb.
177 m2
54.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
57.700.000
Fasteignamat
41.650.000

Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis kynnir í einkasölu :  
Heiðarbrún 44. Mikið endurnýjuð eign, 177fm að stærð með 
stórum suðurpalli. Bílskúr með gryfju. Íbúðin er á tveimur hæðum.


Þær endurbætur sem gerðar hafa verið eru: 
Nýtt þak á öllu húsinu.
Nýir þakkantar og þakrennur.
Allir gluggar hafa verið endurnýjaðir.
Allar hurðar eru nýjar, bæði innihurðir, svalahurð og útidyrahurð.
Nýjar lagnir í neysluvatninu.
Nýtt harðparket á efri hæðinni.
Ný borðplata í eldhúsinu.
Búið er að yfirfara og mynda frárennsli.
Nýtt handrið er á efri hæðinni og ný stigaþrep á stiganum.


Nánari lýsing, neðri hæð:
Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi.
Á vinsti hönd er rúmgott forstofuherbergi með parketflísum
og tveimur gluggum sem vísa til norðurs.
Úr forstotofu er komið inn í flísalagða stofu og eldhús.
Eldhúsið er bjart og fallegt með gluggum til suðurs.
Eldhúsinnrétting er góð með nýrri borðplötu og stórri gaseldavél.
Stofan er rúmgóð á tveimur pöllum. Frá neðri stofu er gengið út á 
stóran og skjólgóðan timburpall sem er yfirbyggður að hluta.
Pallurinn vísar til suðurs.
Á neðri hæðinni er flísalagt salerni með innréttingu.
Flísalagt þvottahús er á neðri hæðinni.

Efri hæð:
Efri hæðin er öll með nýju parketi.
Gengið er upp stigann og á hægri hönd er sjónvarpsherbergi í
opnu rými. Frá sjónvarpsherbergi er hurð af stóru geymslurými
sem búið er að útbúa undir súð. 
Tvö barnaherbergi er á efri hæðinni með gluggum til suðurs.
Rúmgott hjónaherbergi með hurð út á góðar suðursvalir.
Fataherbergi er inn af hjónaherberginu.
Flísalagt baðherbergi er á efri hæð hússins með innréttingu og sturtu.

Nánari upplýsingar á skrifstofu
Fagvís - Fasteignasölu Hveragerðis
Breiðumörk 13
Sími: 483-5900 / [email protected]Kristín Rós Magnadóttir
Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur
S : 860-2078 
[email protected]
Eva Björg Árnadóttir
Nemi til lögg. fasteignasala
S : 857-6600   
[email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir
Nemi til lögg. fasteignasala
S : 861-6866
[email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.


Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.