Hlíðarás ölfusi , 816 Þorlákshöfn
69.800.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
279 m2
69.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2014
Brunabótamat
80.450.000
Fasteignamat
45.300.000

Fagvís fasteignasala kynnir í einkasölu:

Glæsilegt einbýlishús á 10.000 fm lóð að Hlíðarási í Ölfusi. 
Eignin er samtals 279,4 fm og skiptist sem hér segir:
Íbúð á tveimur hæðum, 202,9 fm
Bílskúr með tveimur útgöngudyrum, bæði að framan og aftan, 58,5 fm
Gestahús með eldhúsi, 18,0 fm

Komið er inn í flísalagða forstofu með gestasnyrtingu á vinsti hönd og stórt
og snyrtilegt þvottahús á hægri hönd. Inn af þvottahúsi er rúmgóð geymsla
en bæði þvottahús og geymsla eru flísalögð. Hurð er úr þvottahúsi út í garð.

Gengið er inní miðrými hússins með svefnherbergi á hægri hönd. Inn af svefnherbergi er
rúmgott baðherbergi en það er ófrágengið.
Á vinstri hönd er sameiginlegt rými með stóru og rúmgóðu eldhúsi og stofu. Inn af eldhúsi er gott búr með hillum og rennihurð.
Útgengt er úr stofu og út í garð. Í stofunni er kamína en húsið er hitað með
rafmagni. Búið er að stúka hluta stofunnar af til að gera fimmta herbergið.

Gengið er úr miðrýminu upp stiga á efri hæðina. Þar eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi með sturtu.
Á efri hæðinni er einnig gert ráð fyrir sjónvarpsholi.

Gestahús er á lóðinni sem er 18 fm að stærð. Þar er bæði eldhús og salernisaðstaða með sturtu.

Stór bílskúr með tveimur útgönguhurðum, bæði að framan og aftan. Stærð bílskúrsins er 58,5 fm.
Gryfja er í aftari hluta bílskúrsins.

Fallegt og ræktanlegt umhverfi er allt í kringum eignina, bæði á lóðinni og í nærumhverfinu.
Eigin er gríðarlega vel staðsett í miðju Ölfusinu. Stutt er í allskyns þjónustu og afþreyingu.
Eignin stendur nálægt þrengslavegarmótum og er því aðeins í um 30 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Um 8 mín akstur er í Þorlákshöfn og um 12 mín í Hveragerði.  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.