Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis kynnir í einkasölu:
Íbúð 201 og bílskúr merktur 01-02 við Eyrarveg 12, 800 Selfossi.
Um er að ræða íbúð á 1. hæð, íbúðin er 98,5 m2 fjögurra herbergja og henni fylgir 28 m2 bílskúr.
Íbúðin er mikið endurnýjuð, t.a.m. ný gólfefni, ný eldhúsinnrétting ofl.
Eldhúsinnrétting er nýleg, hvít með efri & neðri skápum og góðu vinnuplássi.
Búið er að setja upp léttan vegg milli borðstofu og stofu og fá þannig fjórða svefnherbergið.
Nýlegt parket er á allri eigninni en baðherbergi er upprunalegt.
Almennt um eignina:
Húsið er þrjár hæðir, byggt úr steinsteypu árið 1948 en bílskúrar 1955.
Eigninni er skipt í þrjá eignarhluta sem öllum fylgir sameign.
Einnig er stúdioíbúð í kjallara hússins auk sameiginlegs þvottahúss
Skipt var um alla glugga í húsinu síðasta sumar sem og allar frárennslis- og inntakslagnir frá húsi að lóðarmörkum.
Vel staðsett eign í miðbæ Selfoss.
Sjá staðsetningu Hér
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Fagvís - Fasteignasölu Hveragerðis
Breiðumörk 13
Sími: 483-5900 / fagvis@fagvis.is
Kristín Rós Magnadóttir
Löggiltur fasteignasali
S :
860-2078
kristinros@fagvis.is
Elínborg María Ólafsdóttir
Nemi til lögg. fasteignasala
S :
861-6866
elinborg@fagvis.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.