Engjavegur 51, Selfoss
69.500.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
172,3 m2
69.500.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1966
Brunabótamat
61.620.000
Fasteignamat
47.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Höfum fengið í sölu einbýlishúsið við Engjaveg 51 á Selfossi.
Vel viðhaldið og snyrtilegt hús, frábær staðsetning í grónu og fjölskylduvænu hverfi!

Eignin er steypt, byggð árið 1966, og klædd með steni í kringum árið 2000. 
Stærð alls er 172,3 fm. Þar af er bílskúr 35,5 fm.

Eignin er mjög miðsvæðis á Selfossi og nálægt flestri grunnþjónustu, s.s. leikskóla, grunnskóla, Fjölbrautaskóla Suðurlands, íþróttasvæði, íþróttahúsi og Sundhöll Selfoss.
Þá er einnig matvöruverslun í hverfinu og nýr miðbær í göngufæri. 
Garður og umhverfi hússins er gróið og fallegt.

Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús,geymsla/búr, baðherbergi og fjögur svefnherbergi.
Bílskúrinn stendur sér, innst í lóðinni, og er 35,5fm.

Komið er inn í flísalagða forstofu með innbyggðum fataskáp. Þar er einnig lítil gestasnyrting.
Stofan og borðstofan er rúmgóð og björt með eikarparketi.
Eldhús er með upprunalegri innréttingu en lítur vel út. Innangengt er úr eldhúsi í þvottahús og geymslu.
Útgengt er úr þvottahúsi út í garð. Parketlagður herbergisgangur með fjórum svefnherbergjum.
Baðherbergi með innréttingu, upphengdu wc og baðkari.
Bílskúr er með nýlegri innkeyrsluhurð og bílskúrshurðaopnara.

Skv. fyrri eiganda var húsið klætt að utan og einangrað 1991 og járn á þaki, rennur og pappi var endurnýjað 2009. 

 
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Fagvís - Fasteignasölu Hveragerðis
Breiðumörk 13
Sími: 483-5900 / fagvis@fagvis.is

Kristín Rós Magnadóttir
Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur
S : 860-2078 
kristinros@fagvis.is
Elínborg María Ólafsdóttir
Nemi til lögg. fasteignasala
S : 861-6866
elinborg@fagvis.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld af skjölum, 2500,- af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 

 
Senda fyrirspurn vegna

Engjavegur 51

CAPTCHA code


Kristín Rós Magnadóttir
Lögfræðingur og Löggiltur fasteignasali / eigandi